Konukot

Konukot er neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur í Reykjavík, rekið af Rótinni samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg.

Gjafir til Konukots

Ef þú vilt styrkja starfið í Konukoti er hægt að gera það með því að gefa fatnað og snyrtivörur á markað Konukots en einnig er tekið við matvælum og þá er best að hringja í síma 511-5150.

Erling Jóhannesson gullsmiður í Smiðsbúðinni hefur hannað GLÓÐ, fallegan kertastjaka, til styrktar Konukoti og er hann kominn í sölu fyrir jólin 2023. GLÓÐ hentar fyrir lítið kertaljós og frekari upplýsingar er að finna hér.

Þá er hægt að styrkja starfið með því að leggja inn á gjafareikning Konukots og eru þeir fjármunir notaðir til að bæta aðstöðu eða hag kvennanna sem þangað sækja.

Reikningsnúmer og kennitala gjafareikningsins er:

Rnr. 0133-26-001041, kt. 500513-0470.

Þjónusta

Í Konukoti er grunnþörfum kvenna sem þangað leita sinnt hvað varðar húsnæði, hreinlæti og mat.
Neyðarskýlið er opið frá kl. 17:00 til kl. 10:00 daginn eftir og eru rúm fyrir tólf konur. Vegna sóttvarnaráðstafana eru nú einungis átta rúm til boða.
Allar þær konur sem á þurfa að halda eru boðnar velkomnar í Konukot.
Boðið er upp á heita kvöldmáltíð og léttan morgunverð. Þá geta konurnar þvegið fatnað og notað hreinlætisaðstöðu. Einnig er þeim útvegaður fatnaður eftir þörfum.

Þjónustan er gestum neyðarskýlisins að kostnaðarlausu.

Sími: 511-5150

Netfang: konukot@rotin.is

Hlutverk og markmið

Í Konukoti er unnið eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði, áfalla- og kvennamiðaðri nálgun og áhersla lögð á konurnar sem nýta úrræðið. Skipulag og verkferlar beinast að því að mæta þörf þeirra fyrir þjónustuna. Starfskonur líta á konurnar sem samstarfsaðila og taka mið af þörfum og viðhorfum þeirra í samræmi við leiðarljós Rótarinnar. Starfskonur mæta hverjum og einum gesti á fordómalausan hátt og veita þannig einstaklingsmiðaða og valdeflandi þjónustu. Starfskonur aðstoða einnig gesti við að hafa samband við lækna, meðferðaraðila, geðdeild eða aðra sambærilega aðila, ef á þarf að halda, og alltaf er reynt að vinna í málefnum gesta.

Í ársskýrslu Konukots fyrir árið 2022 er hægt að lesa nánar um þá aðferðafræði sem stuðst er við í starfinu.

Konukot – Shelter for homless women

Konukot is an emergency shelter for homeless women located in the Hlíðar area of Reykjavík. The shelter is open from 5 p.m. to 10 a.m. the following day, the goal is to provide homeless women with access to basic needs in terms of housing, hygiene and food.

Where? Eskihlíð 4, 105 Reykjavík

When? Everyday from 17:00-10:00 the next morning. Closed during the day.

For further information contact konukot@rotin.is

Konukot – Schronisko dla kobiet

Konukot (Schronisko dla kobiet) jest schroniskiem nocnym dla bezdomnych kobiet. Większość kobiet korzystających z tego miejsca uzależnionych jest od narkotyków oraz/lub ma problemy natury psychicznej. Schronisko otwarte jest od 17:00 do 12:00 w południe. Kobiety pragnące skorzystać ze schronienia nie mogą przyjść później niż o godz. 1:00 w nocy. Schronisko nieczynne jest w ciągu dnia. Wieczorem oferowane są lekkie posiłki a rano serwowane jest śniadanie. Kobiety mogą na miejscu zrobić pranie, odświeżyć się oraz otrzymać odzież używaną, która dostarczana jest przez Rótin (Pol. Korzeń). Spożywanie alkoholu lub jakichkolwiek innych środków odużających na terenie schroniska jest surowo wzbronione. Opiekę nad mieszkankami schroniska sprawują wolontariusze Rótin (Pol. Korzeń) oraz pracownicy. W Konukot staramy się stworzyć miłe i wygodne warunki, zgodnie z zasadami działania Rótin (Pol. Korzeń).

Jesteś bezdomna i potrzebujesz noclegu?

Konukot mieści się na ulicy Eskihlíð 4, 105 Reykjavík. Więcej informacji uzyskać można dzwoniąc do Konukot konukot@rotin.is.

Share This